Horfa til sérhæfðari lánsfjármögnunar

Mynd úr safni
Mynd úr safni mbl.is/Hari

Fyrirtækið Alísa er nýr valkostur í tækja- og vélafjármögnun og er fyrsta fyrirtækið ásamt Ratio hf. sem stígur inn á markaðinn og á ekki rætur að rekja til fyrirtækja sem störfuðu á þessum markaði fyrir hrun. Alísa haslar sér völl á markaði þar sem helstu keppinautar eru fyrirtæki eða deildir á vegum viðskiptabankanna þriggja auk Lykils, sem áður hét Lýsing. Að mati Birgis Birgissonar, framkvæmdastjóra Alísu, er þörf fyrir lítið og óháð fyrirtæki líkt og Alísu á markaðnum og metur hann sem svo að nóg sé um að vera í atvinnulífinu á næstunni.

Hræðast ekki blikur á lofti

„Það er okkar mat að það séu aukin umsvif í atvinnulífinu almennt. Framundan er mikil innviðauppbygging eins og við heyrum í kringum fjárlagagerðina. Nú var verið að tala um innspýtingu í vegakerfið og fleira og allt kallar þetta á sérhæfð tæki og búnað. Síðan er endurnýjunin eftir hrunárin ekki að fullu komin inn. Það er ennþá þörf fyrir endurnýjun að okkar mati,“ segir Birgir við ViðskiptaMogga.

Spurður um mögulegar blikur á lofti í efnahagslífinu segir Birgir að það þurfi ekki endilega að vera slæmt fyrir Alísu. „Jafnvel þó að það hægi aðeins á í hagkerfinu þá held ég að það sé allt í lagi. Ég held að það sé ekkert endilega erfiðara að koma inn á markað þar sem menn eru aðeins farnir að stíga á bremsuna eða af bensíngjöfinni. Ég held að það sé ekkert verra umhverfi. Þó að hlutirnir taki aðeins lengri tíma þá þarf það ekkert að vera óhollt rekstrarumhverfi heldur jafnvel betra,“ segir Birgir.

Alísa býður upp á fjármögnunarþjónustu til atvinnurekstrar og afþreyingar og því um fjölbreyttan flokk verkefna að ræða. „Það verður auðvitað einhver sérhæfing og við eigum eftir að sjá betur hvar það kann að liggja. En það er ekkert verkefni þannig að við myndum ekki skoða það,“ segir Birgir en segir þó að fyrirtækið horfi til sérhæfðrar fjármögnunar.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK