Icelandair stækki ef WOW air minnki

Bréf í Icelandair hafa hækkað í dag eftir að tilkynnt …
Bréf í Icelandair hafa hækkað í dag eftir að tilkynnt var um uppsagnir og samdrátt hjá WOW air. mbl.is/Eggert

Hækkun bréfa í Icelandair í Kauphöllinni í dag eru viðbrögð markaðarins við tíðindum af rekstri WOW air og breytingum á samkeppnisumhverfi á flugmarkaði. Þá eru markaðsaðilar vafalítið sömuleiðis að velta fyrir sér hver viðbrögð Icelandair verða í framhaldinu.  

Þetta er mat Elvars Inga Möller hjá greiningardeild Arion banka. „Séð frá bæjardyrum Icelandair er helsti samkeppnisaðili félagsins að draga umtalsvert saman seglin ef fram fer sem horfir,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Það verði því athyglisvert að fylgjast með hver viðbrögð Icelandair verði við þessum breytingum. WOW air er að boða fækkun í flugvélaflota sínum úr 20 í 11 vélar, þar með taldar eru allar breiðþotur félagsins og því sé ekki útilokað að um sé að ræða meira en helmings fækkun í framboðnum sætum, að sögn Elvars.  

Ein af breiðþotum WOW air. Félagið neyðist til þess að …
Ein af breiðþotum WOW air. Félagið neyðist til þess að selja þær allar frá sér og þar með myndast glufa í markaðnum fyrir Icelandair. Ljósmynd/Lars Hentschel

Elvar bendir á að á hluthafafundi sem Icelandair hélt í lok síðasta mánaðar hafi verið efst á baugi umræða um það hver viðbrögð félagsins gætu orðið ef það kæmi til mikils samdráttar í sætaframboði hingað til lands. Það megi því leiða að því líkur að félagið muni bregðast við þessum breytingum sem felast í rekstri WOW air, en það eigi eftir að koma í ljós hver þau nákvæmlega verði.

Ferðamálavefurinn Túristi hefur í þessu samhengi greint frá því að Icelandair sé að auka framboð verulega í vor á flugum til Evrópulanda. Það kann þá að vera liður í þeirra viðleitni að mæta aukinni eftirspurn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK