Mikilvægt að skoða málið heildstætt

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Landssamaka lífeyrissjóða.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Landssamaka lífeyrissjóða. mb.is/Kristinn Magnússon

Meðal þess sem fram kemur í hvítbók stjórnvalda um fjármálakerfið er tillaga um að sú leið verði skoðuð að gera kröfu til lífeyrissjóðanna um að bein íbúðalán þeirra verði opin öllum sem uppfylla lánshæfismat, óháð því hvort viðkomandi sé sjóðsfélagi eða ekki. 

Fram kemur að sú þróun að lífeyrissjóðir hafi aukið bein íbúalán til heimila hafi haft mjög jákvæð áhrif á vaxtakjör íbúalána. Hins vegar valdi það mismunun á grundvelli stéttarfélags, búsetu eða menntunar þar sem þessi lán séu aðeins veitt til sjóðsfélaga.

„Lán á markaðskjörum ættu ekki að vera minna eftirsóknarverð frá sjónarhóli lífeyrissjóðanna en núverandi fyrirkomulag. þannig yrði tryggt að lánin væru veitt með það fyrir augum að ávaxta sparnað sjóðsfélaga á sem bestan hátt,“ segir einnig í hvítbókinni.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir við mbl.is að næsti fundur stjórnar samtakanna verði á þriðjudaginn þar sem þessar tillögur verði meðal annars ræddar. Samtökin séu ekki andvíg þessum hugmyndum en fara þurfi betur yfir þær.

Þannig sé mikilvægt að skoða málið heildstætt. Hvaða kosti þessar tillögur hefðu í för mér sér og hvaða vandamál þær gætu hugsanlega skapað.

Til að mynda gætu þær leitt til þess að lífeyrisslán bæru hærri vexti. Þá hafi ýmsir lífeyrissjóðir lánað félagsmönnum á sínum félagssvæðum sem væru skilgreind sem köld svæði og þar sem aðrir lánakostir væru hugsanlega ekki fyrir hendi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK