Baldvin kaupir fyrir 37 milljónir í Eimskip

Baldvin Þorsteinsson stjórnarformaður Eimskipa keypti fyrir 37 milljónir í félaginu …
Baldvin Þorsteinsson stjórnarformaður Eimskipa keypti fyrir 37 milljónir í félaginu í dag.

Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands, keypti í dag fyrir tæplega 37 milljónir í félaginu. Keypti hann 160 þúsund hluti á genginu 230,5 krónur. Bréf félagsins hafa hækkað um rúmlega 1% í rúmlega 175 milljóna viðskiptum. Greint er frá viðskiptunum í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Baldvin er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og var áður forstjóri Jarðborana á árunum 2013-2016. Þá er hann stjórnarformaður Olís. Samherji keypti fjórðungshlut í Eimskip í júlí eftir að fjárfestingafélagið Yucaipa Company seldi hlut sinn. Fóru viðskiptin fram á genginu 220 krónur á hlut og var söluverðmætið um 11,1 milljarður. Baldvin er sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.

Samkvæmt kynningu á frambjóðendum til stjórnar félagsins í september átti Baldvin sjálfur enga hluti í félaginu á þeim tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK