Krefur flugfélagið um 2 milljarða evra

Air Berlin.
Air Berlin. AFP

Skiptastjóri þrotabús Air Berlin hefur höfðað skaðabótamál á hendur helsta hluthafa félagsins, Etihad Airways, og fer fram á greiðslu upp á allt að tvo milljarða evra.

Skiptastjóri hefur farið fram á að dómstóll dæmi Etihad til þess að greiða þrotabúinu 500 milljónir evra núna og frekari greiðslur síðar, alls tvo milljarða evra. Segir hann að Ethihad hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar frá því í apríl í fyrra um að styðja Air Berlin fjárhagslega næstu átján mánuði. Þegar flugfélagið hætti stuðningi sínum í ágúst í fyrra fór Air Berlín fljótlega í þrot.

Etihad hafði átt 29,2% hlut í Air Berlin frá 2011.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir