Kröfum Atlantsolíu hafnað

Kröfurm Atlantsolíu um breytt orðalag í sátt Samkeppniseftirlitsins vegna samruna …
Kröfurm Atlantsolíu um breytt orðalag í sátt Samkeppniseftirlitsins vegna samruna N1 og Festar var hafnað þar sem hún var ekki talin hamla samkeppnisgetu Atlantsolíu. mbl.is/Hjörtur

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur hafnað kröfum Atlantsolíu um að breyta orðalagi í sátt Samkeppniseftirlitsins vegna samruna N1s hf. og Festar hf. að því er kemur fram í úrskurði nefndarinnar sem birtur er á vef Samkeppniseftirlitsins.

Eftirlitað hafði samþykkt samrunan þann 30. júlí, en hann var háður skilyrðum sem voru tilgreind í sáttinni. Í henni felst að N1 skuld­bindi sig meðal annars til þess að selja ákveðnar eldsneyt­is­stöðvar undir merkjum Dælunnar til „nýrra óháðra aðila á eldsneytismarkaði.“

Atlantsolía vildi meina að þegar rætt var um „nýjan aðila“ hafi það útilokað fyrirtækið frá því að kaupa þær eldsneytisstöðvar sem tilgreindar voru, sem skaðaði samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Krafðist fyrirtækið að orðið kaupandi yrði notað í staðinn ásamt því að aðrar breytingar yrðu gerðar er snúa að sama markmiði.

Ekki var fallist á rök Atlantsolíu af hálfu áfryjunarnefndarinnar um að ákvæði sáttarinnar leiddu af sér samkeppnishindrun.

„Þá verður heldur ekki séð að með fyrrgreindum ákvæðum sáttarinnar hafi samkeppnistaða áfrýjanda verið skert eða með öðrum hætti verið brotið gegn lögvörðum réttindum hans. Er kröfum áfrýjanda því hafnað,“ segir í úrskurði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK