Reiknar með skelli í byrjun næsta árs

Vélar Wow air á Keflavíkurflugvelli.
Vélar Wow air á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert

Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, áætlar að erlendum ferðamönnum „gæti fækkað“ um á þriðja hundrað þúsund vegna niðurskurðar WOW air. Haft var eftir Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, í Morgunblaðinu gær að farþegum mundi fækka úr 3,5 milljónir í ár í 2,1 milljón 2019.

Sveinn segir að miðað við að WOW air hafi flutt 600-700 þúsund þeirra 2,3 millj. erlendu ferðamanna sem koma til landsins í ár megi áætla að boðaður niðurskurður WOW air leiði til þess að erlendum ferðamönnum fækki um 180-280 þús. á næsta ári, eða um 6-12%.

„Þetta er versta hugsanlega útkoma. Við vitum enda ekki hvort breytingarnar hjá WOW air hafi meiri áhrif á fjölda ferðamanna eða skiptifarþega,“ segir Sveinn og rifjar upp áform Icelandair um að auka framboð á flugi um 35% á næsta ári.

Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum.
Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagfræðideild Landsbankans áætli að það aukna framboð geti nánast jafnað út það sem tapast vegna niðurskurðar WOW air. Sú áætlun miðist hins vegar við að áformin gangi að öllu leyti upp hjá Icelandair.

„Við getum hins vegar ekki fullyrt hvort Icelandair mun auka framboðið svo mikið. Þá gætu önnur félög aukið framboðið. Það er heldur ekki fast í hendi.“ 

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir