Hitachi kaupir raforkuhluta ABB

Forstjóri Hitachi, Toshiaki Higashihara, kynnti viðskiptin á fundi með blaðamönnum …
Forstjóri Hitachi, Toshiaki Higashihara, kynnti viðskiptin á fundi með blaðamönnum í dag. AFP

Japanska fyrirtækið Hitachi er að kaupa meirihluta hlutafjár í raforkuhluta sænsk-svissneska orkufyrirtækisins ABB á 6,4 milljarða Bandaríkjadala, sem svarar til 800 milljarða íslenskra króna. 

Með viðskiptunum verður Hitachi stærsta raforkufyrirtæki heims. Gert er ráð fyrir að raforkuhluti ABB verði skilinn frá öðrum rekstri ABB-samstæðunnar og að Hitachi muni eignast 80,1% hlutafjár í honum snemma árs 2020. Talsmaður Hitachi segir að stefnt sé að kaupum á öllu hlutafé í framhaldinu þannig að það verði að fullu í eigu Hitachi. 

Raforkusvið ABB er bæði í framleiðslu búnaðar fyrir raforkuframleiðslu og rekur slík kerfi í mörgum löndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK