Hlutabréf Asos lækka um 35%

AFP

Netverslunin Asos hefur gefið út afkomuviðvörun fyrir yfirstandandi rekstrarár vegna minni sölu í nóvember en gert hafði verið ráð fyrir. Markaðurinn brást harkalega við viðvöruninni og lækkuðu hlutabréf Asos um 35% í morgun.

Þrátt fyrir að sölutekjur hafi aukist um 14% frá september til nóvember er salan umtalsvert minni í nóvember en gert var ráð fyrir. Er það rakið til óvissu í efnahagsmálum og minni væntinga meðal neytenda. Er vöxturinn í fatasölu á netinu sá langminnsti í einhver ár. 

Framkvæmdastjóri Asos, Nick Beighton, segir að tískuiðnaðurinn standi höllum fæti og búast megi við meiri útsölum en sögur fara af. Fyrri spá Asos gerði ráð fyrir 20-25% vexti í sölu á rekstrarárinu sem lýkur í ágúst 2019. Nú gera spár ráð fyrir 15% vexti. Jafnframt hefur hagnaður sem hlutfall af sölu verið lækkaður úr 4% í 2%.

Stjórnendur verslana eins og Next, JD Sports og Sports Direct hafa lýst nóvember sem lélegasta mánuði í manna minnum í verslunarrekstri og telja að einhverjir smásalar eigi eftir að fara í þrot.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK