137 milljóna gjaldþrot Argentínu steikhúss

Argentína var um áraskeið vinsælt steikhús í miðbænum.
Argentína var um áraskeið vinsælt steikhús í miðbænum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Skiptafundur þrotabús BOS ehf., fyrrverandi rekstrarfélags Argentínu steikhúss, verður haldinn á skrifstofu skiptastjóra 21. desember kl. 10:00 og til stendur að ljúka skiptum þá. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu.

Kröfur í þrotabúið nema rúmlega 137 milljónum króna og talið er að lítið eða ekkert fáist upp í þær kröfur. 

Argentínu steikhúsi var lokað í apríl síðastliðnum og greint var frá því í fjölmiðlum að hluti starfsfólks hefði ekki fengið greidd laun vegna marsmánaðar. Þá höfðu ekki verið greidd iðgjöld af launum starfsfólks frá því í maí árið 2017. Um tuttugu manns úr starfshópnum leituðu til stéttarfélagsins Eflingar í kjölfarið.

BOS ehf. tók við rekstri Argentínu í október á síðasta ári eftir að fyrrverandi rekstrarfélag veitingastaðarins, Pottur ehf., varð gjaldþrota í mars á sama ári. Pottur ehf. var í eigu Kristjáns Þórs Sigfússonar sem var annar eigandi Argentínu frá árinu 1990. Lýstar kröfur í vegna gjaldþrotaskipta Potts námu 86 milljónum króna en engar greiðslur fengust upp í þær kröfur.

Björn Ingi Hrafnsson var orðinn skráður eigandi og framkvæmdastjóri BOS ...
Björn Ingi Hrafnsson var orðinn skráður eigandi og framkvæmdastjóri BOS ehf. í lok síðasta árs. mbl.is/Árni Sæberg

Endurskoðunarfyrirtækið KPMG stofnaði BOS ehf. 1. mars á síðasta ári undir nafninu AB596 og nokkrum dögum síðar tók lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson við félaginu. Í október á síðasta ári var greint frá því í fjölmiðlum að Björn Ingi Hrafnsson athafnamaður væri orðinn eigandi og framkvæmdarstjóri BOS ehf.

Stundin greindi frá því að árangurslaust fjárnám hefði verið gert í BOS ehf. í febrúar á þessu ári og að greiðsluáskoranir hefðu borist félaginu frá lífeyrissjóðum tveimur mánuðum eftir að hann tók við félaginu.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir