Bjartara yfir skuldabréfaeigendum

Þota WOW í Keflavík.
Þota WOW í Keflavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins eru skilmálabreytingar á skuldabréfaútgáfu flugfélagsins WOW air töluvert betri en margir héldu fram að þær yrðu.

Veigamestu atriðin eru þau að ekki verður farið fram á neina lækkun á höfuðstól bréfanna auk þess sem vaxtakjör skuldabréfaflokksins haldast óbreytt, eða um 9%, sem teljast verulega góðir vextir í evrum.

Þá séu skuldabréfaeigendur komnir með fjárhagslega sterkari mótaðila í viðskiptunum, sem gerir stöðuna álitlegri. Á móti þurfa skuldabréfaeigendur WOW air að aflétta þeim veðum sem þeir áttu í flugfélaginu. Auk þess er sú hagnaðarvon sem tengdist áformum um að setja fyrirtækið á markað ekki lengur fyrir hendi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál WOW í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK