Viljum vera öflugt flugfélag á stórum alþjóðamarkaði

Bogi Nils Bogason.
Bogi Nils Bogason. Kristinn Magnússon

Það er ekki víst að margir hafi öfundað Boga Nils Bogason að því verkefni sem honum var falið með ákvörðun stjórnar Icelandair Group fyrr í þessum mánuði. Hann þekkir þó vel til félagsins enda hefur hann stýrt fjármálum þess í áratug. Hann hefur mikla trú á félaginu þrátt fyrir erfitt árferði í flugheiminum. Hann lítur svo á að hremmingarnar séu ekki vandamál heldur verkefni til úrlausnar.

Í lok ágúst tilkynnti Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, að hann myndi hverfa frá félaginu í kjölfar nokkurra afkomuviðvarana frá félaginu misserin á undan. Til bráðabirgða tók Bogi Nils Bogason við starfinu en Björgólfur réði hann til félagsins sem fjármálastjóra árið 2008. Margir töldu líkur til þess að stjórn félagsins myndi fá annan mann en Boga til að leiða félagið áfram á komandi árum, enda hefur hann verið einn áhrifamesti maðurinn á vettvangi þess í áratug. En stundum grípa örlögin inn í og atburðir síðustu þriggja mánaða tryggðu hann í sessi og sannfærðu stjórn félagsins um að hann væri maðurinn til að rétta skipið af í öldurótinu. Bogi viðurkennir sjálfur að hann hafi ekki endilega talið að hann myndi fá starfið þótt hann hafi sóst eftir því.

„Stjórn félagsins lagði í metnaðarfullt ferli við að finna nýjan forstjóra og réði til þess innlenda og erlenda ráðgjafa. Til greina komu margir hæfir einstaklingar og þetta var lendingin. Ég hef reyndar ekki haft mikinn tíma til að hugsa um þetta enda afar mikið að gera af ýmsum ástæðum,“ segir Bogi en fréttir síðustu vikna vitna um að vinnudagar hans hafa síðustu mánuði ekki staðist ákvæði laga um vinnutíma.

Sjá ítarlegt viðtal við Boga Nils í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK