Hækkandi vextir hjálpa ekki til

Ólafur Heiðar Helgason.
Ólafur Heiðar Helgason. Ljósmynd/Íbúðalánasjóður

„Fasteignaverð er hátt og við þær aðstæður er erfitt fyrir fólk að kaupa sína fyrstu íbúð,“ segir Ólafur Heiðar Helga­son, hag­fræðing­ur í hag­deild Íbúðalána­sjóðs. Hann segir að hækkandi vextir íbúðalána, eins og fjallað hefur verið um í fréttum undanfarna daga, hjálpi ekki.

Ólafur segir að aftur á móti megi benda á að nýbyggingum hafi fjölgað og eins og staðan er núna sé ekki útlit fyrir annað en að sú þróun haldi áfram á næstunni.

„Það ætti að leiða til þess að íbúðaverð hækki minna en það myndi annars gera,“ segir Ólafur og bætir við að minni hækkun fasteignaverðs, sérstaklega í hlutfalli við þróun launa, ætti að bæta stöðu fyrstu kaupenda.

Ólafur segir enn fremur að stjórnvöld hafi verið að skoða frekari stuðningsúrræði fyrir þann hluta fyrstu kaupenda sem hugsanlega þurfi aðstoð við að komast inn á markaðinn. Það gæti átt eftir að laga heildarmyndina eitthvað.

Eins og áður hefur verið greint frá hefur Ásmund­ur Ein­ar Daðason fé­lags­málaráðherra skipað Frosta Sig­ur­jóns­son formann starfs­hóps sem út­færa á sér­tæk­ar aðgerðir til að auðvelda ungu og tekju­lágu fólki að kaupa sér íbúðar­hús­næði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK