Herbergjanýting dregst saman

Ferðamenn við leirhverina í Námaskarði bregða á leik.
Ferðamenn við leirhverina í Námaskarði bregða á leik. mbl.is/Brynjar Gauti

Heildarfjöldi gistinátta á öllum tegundum gististaða stóð nánast í stað í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra. Var fjöldinn 542 þúsund miðað við 544 þúsund í fyrra. Fjöldi gistinátta á hótelum jókst um 1%, en herbergjanýting dróst hins vegar saman um fimm prósentustig og var 58%. Framboð hótelherbergja jókst um 10% milli ára.

Heildarfjöldi gistinátta á hótelum og gistiheimilum voru 351.200. Gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum, tjaldsvæðum o.þ.h. voru 107.800 og um 83.000 í gegnum vefsíður á borð við Airbnb.

13% fækkun gegnum Airbnb og álíka bókunarsíður

Þegar horft er á hótel og gistiheimili saman var 0,7% samdráttur í gistináttafjölda meðan 12,5% fjölgun var á öðrum tegundum gististaða og 13% fækkun á stöðum sem bókaðir eru í gegnum Airbnb og álíka síður. Einnig voru gistinætur erlendra ferðamanna um 6.000 í bílum utan tjaldsvæða og um 18.000 hjá vinum og ættingjum, í gegnum húsaskipti eða á öðrum stöðum þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu, að því er fram kemur í nýjustu tölum Hagstofu Íslands.

Þá birtir Hagstofan nú einnig tölur fyrir áætlaðan fjölda gistinátta erlendra ferðamanna á stöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður fyrir október, en birtingu þeirra gagna var fresta í síðasta mánuði. Var fjöldinn 153 þúsund í október og fjölgaði um 18% frá október í fyrra.

Herbergjanýting 57,6% á landinu öllu, 77,2% á höfuðborgarsvæðinu

Um 88% gistinátta á hótelum í nóvember voru skráðar á erlenda ferðamenn eða 269.800, sem er nánast óbreyttur fjöldi frá sama mánuði fyrra árs. Bandaríkjamenn voru með flestar gistinætur (82.000), síðan Bretar (75.800) og Kínverjar (15.000) en gistinætur Íslendinga voru 36.700.

Herbergjanýting í nóvember 2018 var 57,6%, sem er lækkun um 5,1 prósentustig frá nóvember 2017 þegar hún var 62,7%. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 9,8% mælt í fjölda herbergja. Nýtingin í nóvember var best á höfuðborgarsvæðinu, eða 77,2%.

Á tólf mánaða tímabili, frá desember 2017 til nóvember 2018, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.460.000, sem er 5% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK