Móðurfélag Toys ‘R’ Us gjaldþrota

Verslun Toys 'R' Us í New York.
Verslun Toys 'R' Us í New York. AFP

Top-Toy, danskt móðurfélag leikfangakeðjunnar Toys ‘R’ Us á Íslandi sem og annars staðar á Norðurlöndunum, hefur verið úrskurðað gjaldþrota.

Ástæðan fyrir því að stjórn félagsins lagði fram gjaldþrotabeiðni var slök jólaverslun, að því er segir í yfirlýsingu.   

Per Sivardsson, forstjóri félagsins, segir að allt hafi verið reynt til að endurskipuleggja rekstur þess en því miður geti það ekki lengur haldið áfram störfum.

Verslunarkeðjan lýsti sig gjaldþrota í Bandaríkjunum í sumar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK