Gæti liðast í sundur á þessu ári

AFP

Vaxandi óstöðugleiki innan evrusvæðisins gæti leitt til þess að það liðist í sundur á þessu ári að mati bresku hugveitunnar Centre for Economic and Business Research (CEBR).

Þetta er meðal þess sem fram kemur í spá CEBR fyrir árið 2019 en hugveitan er ein sú virtasta á sviði efnahagsmála samkvæmt frétt breska dagblaðsins Daily Telegraph.

Ennfremur segir í spánni að ólíkar aðstæður innan evrusvæðisins muni annað hvort leiða til efnahagslegs samruna innan svæðisins eða til þess að það liðist í sundur.

Þá segir CEBR að hugsanlega væri hægt að fresta vandanum um eitt eða tvö ár en taka þyrfti á honum fyrr en síðar. Er þar ekki síst vísað til stöðu mála á Ítalíu.

Stjórnvöld á Ítalíu hafa deilt við Evrópusambandið um ríkisfjármál landsins en sambandið neitaði að leggja blessun sína yfir síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Ráðamenn á Ítalíu létu loks undan og gerðu breytingar á frumvarpinu samkvæmt vilja Evrópusambandsins en deilan snerist einkum um mikinn fjárlagahalla ríkissjóðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK