Apple lækkar töluvert í verði

Hlutabréf í Apple hafa lækkað um rösklega 9% frá því …
Hlutabréf í Apple hafa lækkað um rösklega 9% frá því í gær. AFP

Hlutabréf í bandaríska tæknirisanum Apple lækkuðu um 9% í verði áður en markaðir vestanhafs opnuðu í dag, eftir að tilkynning barst frá félaginu í gær um að afkoma á fyrsta ársfjórðungi 2019 yrði lakari en búist hafði verið við, meðal annars vegna dræmari sölu í Kína en búist hafði verið við.

Alls hafa hlutabréf í Apple fallið um 38% í verði frá því í byrjun október, en frá því í morgun hefur hlutabréfaverðið í haldist nokkuð stöðugt, um það bil 9% lægra en það var er viðskiptum með bréfin var hætt í gær.

Tæknivefurinn TechCrunch  hefur eftir Tom Forte hjá greiningarfyrirtækinu D.A. Davidson að tilkynning Apple í gær hafi verið óvænt, en ekki algjörlega óviðbúin. „Við vissum að iPhone-salan væri veik, en bara ekki hversu veik,“ segir Forte.

Hann segir viðskiptaskærur Bandaríkjanna og Kína mögulega hafa neikvæð áhrif á sölu Apple-varnings í Kína, þar sem þær hægi á kínversku efnahagslífi, eða þá að viðskiptadeilan hafi þau áhrif að þjóðerniskennd hvetji kínverska neytendur til þess að kaupa fremur kínversk merki en iPhone-síma frá Apple.

Forte segir þó að þrátt fyrir að þetta gæti verið vandamál fyrir Apple, sé staða tæknirisans sterk. Aðrar vörur en nýjasta kynslóð iPhone-símans hafi selst vel um allan heim og fyrirtækið eigi 100 milljarða Bandaríkjadala sem það hafi sérstaklega sett til hliðar til þess að kaupa hlutabréf í sjálfu sér (e. stock buy-back program).

Frá Apple-búð á Manhattan í New York í dag.
Frá Apple-búð á Manhattan í New York í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK