Fyrsta skattþrep yrði 60,54%

Viðskiptaráð gagnrýnir hugmyndir verkalýðsforystunnar.
Viðskiptaráð gagnrýnir hugmyndir verkalýðsforystunnar. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Samkvæmt athugun Viðskiptaráðs þyrfti að hækka 1. skattþrep upp í 60,54% til þess að útfæra kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum þess efnis að skattleysismörk verði miðuð við lægstu laun.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skoðanapistli Viðskiptaráðs sem nefnist „Vinnumarkaðslegur ómöguleiki“ sem birtur var í gær en þar eru ýmsar kröfugerðir verkalýðshreyfingarinnar gagnrýndar harkalega.

Á meðal kröfugerða sem taldar eru „óraunhæfar og ekki í takti við efnahagslegan raunveruleika“ eru breytingar á skattkerfinu sem gera ráð fyrir skattfrelsi lægstu launa. Sem þýðir að skattleysismörk yrðu við 300 þúsund krónur á mánuði með hækkun persónuafsláttar. Það hefði í för með sér 149 milljörðum lægri tekjur ríkis og sveitarfélaga samkvæmt svari fjármálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Sú upphæð samsvarar rekstri Landspítalans í á þriðja ár, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK