Ragnhildur frá WOW til RB

Ragnhildur Geirsdóttir hættir hjá WOW air og fer yfir til …
Ragnhildur Geirsdóttir hættir hjá WOW air og fer yfir til Reiknistofu bankanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem aðstoðarforstjóri WOW air en hún hefur gegnt stöðunni síðustu 18 mánuði. Í tilkynningu á vef WOW air segir að Ragnhildur muni taka við stöðu forstjóra Reiknistofu bankanna síðar í mánuðinum.

Ragn­hild­ur hef­ur víðtæka reynslu úr ís­lensku viðskipta­lífi en áður en hún hóf störf hjá WOW air gegndi hún stöðu fram­kvæmda­stjóra rekstr­ar og upp­lýs­inga­tækni hjá Lands­bank­an­um hf. Þar áður var hún for­stjóri Promens hf. auk þess sem hún var fram­kvæmda­stjóri Rekstr­ar­stýr­ing­ar og for­stjóri Flug­leiða hf./​FL Group hf. Ragn­hild­ur hef­ur einnig setið í fjöl­mörg­um stjórn­um fyr­ir­tækja á Íslandi og er­lend­is.

Ragn­hild­ur er verk­fræðing­ur og viðskipta­fræðing­ur að mennt. Hún lauk BS-prófi í véla- og iðnaðar­verk­fræði frá Há­skóla Íslands 1995, MS-prófi í iðnaðar­verk­fræði frá Há­skól­anum í Wiscons­in árið 1996 og MS-prófi í viðskipta­fræði frá sama skóla 1998.

Ragnhildur tekur við af Friðriki Snorrasyni sem sagði upp störfum á síðasta ári eftir að hafa starfað hjá RB í tæp átta ár. Í tilkynningu frá RB er haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, stjórarformanni félagsins, að hann fagni komu Ragnhildar. „Hún er öflugur leiðtogi með víðtæka reynslu sem mun nýtast RB á þeim spennandi tímum sem eru framundan,“ er haft eftir honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK