Skjálftinn í Kína finnst víða

Því fer fjarri að Kína sé að snöggbremsa, og má …
Því fer fjarri að Kína sé að snöggbremsa, og má reikna með a.m.k. 5% hagvexti næstu tvö árin. Margt bendir til að kínversk fyrirtæki séu farin að finna fyrir minnkandi eftirspurn, m.a. vegna tollastríðs við Bandaríkin. AFP

Hlutabréfaverð bandaríska tæknirisans Apple tók dýfu í síðustu viku þegar fyrirtækið lækkaði tekjuspá sína fyrir fyrsta ársfjórðung yfirstandandi reikningsárs. Helsta ástæðan fyrir fyrstu afkomuviðvörun Apple í sextán ár er að hægt hefur á sölu iPhone-snjallsíma og í bréfi til hluthafa tiltók forstjórinn Tim Cook sérstaklega að sölutölurnar í Kína væru áhyggjuefni.

Apple er ekki fyrsta alþjóðlega fyrirtækið til að finna fyrir því að kínverska hagkerfið er tekið að hægja ferðina. Í desember upplýsti Starbucks að tekjur kaffihúsakeðjunnar í Kína hefðu aukist sáralítið á liðnu ári og bílasmiðurinn Ford upplýsti í nóvember að fyrirtækið hefði selt 30% færri bíla þar í landi á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs en árið á undan. Lúxusvöruveldið LVMH varaði við því í október að kínverskir ferðamenn væru farnir að eyða minna í lúxusvarning.

Kínverski hlutabréfamarkaðurinn hefur líka verið á niðurleið allt síðasta ár en eins og Morgunblaðið greindi frá í byrjun mánaðarins lækkaði CSI-300-hlutabréfavísitalan um 25% á síðasta ári – meira en nokkur önnur aðalhlutabréfavísitala. Snemma í haust var verð kínverskra hlutabréfa komið á svipaðan stað og eftir hrunið sem hófst á markaðinum um mitt ár 2015 og náði botni snemma árs 2016.

AGS spáir því nú að á þessu ári minnki hagvöxtur í Kína enn eina ferðina, og fari úr 6,6% niður í 6,2%. Í öðrum löndum þætti það mjög góður árangur, en frá árinu 1991 og fram til 2015 fór hagvöxtur í Kína aldrei undir 7% og margir sem finna áhrifin þegar eitt stærsta hagkerfi heims er á fleygiferð en tiplar litlutá á bremsuna.

Erfiðar breytingar

Finna má nokkrar skýringar á þeirri þróun sem hefur átt sér stað í kínversku efnahagslífi. Tollastríðið við Bandaríkin hefur ekki aukið á bjartsýni fjárfesta og fyrirtækja og sannarlega haft neikvæð áhrif á inn- og útflutning, en að auki virðast mörg fyrirtæki ekki standa mjög vel að vígi:

Huang Yiping, aðstoðarrektor hagrannsóknaskóla Peking-háskóla, segir í viðtali við FT að það sé að vissu leyti eðlilegt að dregið hafi úr þrótti atvinnulífsins vegna þeirrar stefnu sem stjórnvöld eru að reyna að koma til leiðar. „Kína er að breyta úr ódýrari framleiðslu yfir í dýrari og því ljóst að sum gömlu fyrirtækjanna verða ekki lengur lífvænleg,“ útskýrir hann.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK