Advania kaupir Vintor í Finnlandi

Advania hefur fest kaup á fyrirtækinu Vintor í Finnlandi.
Advania hefur fest kaup á fyrirtækinu Vintor í Finnlandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Advania hefur hafið starfsemi í Finnlandi með því að kaupa finnska félagið Vintor, að því er segir í tilkynningu Advania til fjölmiðla. Þá segir að kaupin styrki stöðu fyrirtækisins á Norðurlöndum og eru fyrirtæki á borð við Adidas, Securitas, KONE, Konecranes, Kemira og Fazer meðal viðskiptavina Vintor.

Hjá Vintor starfa 20 sérfræðingar og er sérhæfing fyrirtækisins innan stafrænna samskiptalausna.

Fram kemur í tilkynningunni að „Vintor hefur þróað samskiptalausnir sem gera fyrirtækjum kleift að eiga skilvirk samskipti við viðskiptavini, birgja eða starfsfólk. Lausnirnar halda utan um samskiptasögu á öllum mögulegum miðlum svo sem á samfélagsmiðlum, vefspjalli og tölvupósti.“

Advania segir lausnaframboð sitt á sviði samskipta og þjónustu verða breiðara með kaupunum.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir