Engar eignir í þrotabúi Kredia

Ekkert fékkst upp í yfir 250 milljóna króna kröfur í …
Ekkert fékkst upp í yfir 250 milljóna króna kröfur í þrotabú Credit one ehf., einnig þekkt undir nafninu Kredia. Skjáskot

Engar eignir fundust í búi smálánafyrirtækisins Credit one ehf. áður þekkt sem Kredia ehf. samkvæmt tilkynningu um skiptalok sem hefur verið birt í Lögbirtingarblaðinu. Lýstar kröfur í búið voru rúmar 252 milljónir króna.

Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði félagið gjaldþrota 12. apríl 2017 og lauk gjaldþrotaskiptum 28. desember 2018.

Stærstu kröfuhafar í búið voru tollstjóri og sýslumaður, að sögn Ingvars Þóroddssonar lögmanns sem gegndi hlutverki skiptastjóra. Kröfur þessara aðila voru um 140 milljónir króna.

Einnig var þrotabú Smálána ehf. kröfuhafi, en eigandi Smálána var DCG ehf. í eigu Leifs Alexanders Haraldssonar. Mario Megela sem keypti Credit one árið 2013 keypti einnig Smálán það ár, en DCG var skráður eigandi við gjaldþrot Smálána.

Starfa enn

Smálánastarfsemi undir merkjum fyrirtækjanna er þó ekki hætt, en Kredia starfar með danska vefsíðu, heimilisfang og undir merkjum danska fyrirtækisins Ecommerce 2020 ApS að Havnegate 39 í Kaupmannahöfn. Vefsíðan er þó á íslensku og er gefið upp íslenskt símanúmer.

Sömu sögu er að segja af Smálánum sem Ecommerce 2020 ApS er skráð fyrir samkvæmt vefsíðu. Smálán ehf. var úrskurðað gjaldþrota 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK