Kaupsamningum fækkaði um 38,6%

Talsverður samdráttur var í fjölda þinglýstra kaupsamninga í desember.
Talsverður samdráttur var í fjölda þinglýstra kaupsamninga í desember. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í desember 2018 voru 38,6% færri en í nóvember og lækkaði heildarvelta um 40,5%.

Þá varð einnig töluverð fækkun þinglýsinga þegar desembermánuður 2017 er borinn saman við desember 2018, þá fækkaði þeim um 27,9%, að því er fram kemur í frétt á vef Þjóðskrá Íslands.

Heildarfjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu var 446 í desember 2018 og var heildarvelta 23,3 milljarðar króna, að meðaltali 52,2 milljónir króna á hvern kaupsamning. Viðskipti með eignir í fjölbýli voru 15,6 milljarðar króna og viðskipti með eignir í sérbýli 5,8 milljarðar, viðskipti með aðrar eignir voru 1,9 milljarðar.

Í nóvember 2018 voru kaupsamningar 726, heildarvelta 39,1 milljarður króna og meðalupphæð hvers kaupsamnings 53,9 milljónir króna.

Í desember 2017 var 619 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu, var velta 29,2 milljarðar króna sem gerir um 47,2 milljónir á hvern kaupsamning.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir