Segir Landsbankann tilbúinn til sölu

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Eggert

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að bankinn sé til sölu og að ekkert sé því til fyrirstöðu að hefja söluferlið.

Hún telur að bæði innlendir og erlendir aðiliar muni hafa áhuga á að kaupa bankann og segir að verið sé að selja þverskurð í efnahagslífinu og samfélaginu á Íslandi.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV en íslenska ríkið á rúmlega 98 prósenta hlut í Landsbankanum. „Við erum að þjónusta viðskiptavini um allt land í öllum atvinnugreinum og það er mjög góð fjárfesting fyrir þann sem vill vera fjárfestir á Íslandi, að vera fjárfestir í Landsbankanum,“ sagði hún.

Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, og Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, eru sammála um að afnema þurfi bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Stefnt er að lækkun skattsins í fjórum áföngum á næstu árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir