14 milljarða endurkaup

Mest af eigin bréfum keypti Marel.
Mest af eigin bréfum keypti Marel. mbl.is/​Hari

Hlutafélög sem skráð eru í Kauphöll Íslands keyptu til baka eigin bréf fyrir samtals 14,3 milljarða króna á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum sem Kauphöllin tók saman fyrir ViðskiptaMoggann.

Í samantektinni kemur einnig fram að arðgreiðslur félaga í Kauphöll námu samtals 15,6 milljörðum króna á síðasta ári og jukust lítillega frá fyrra ári þegar þær voru 14,9 milljarðar króna.

Einnig segir í samantektinni að tryggingafélagið VÍS greiddi til viðbótar 1,8 milljarða til hluthafa með afhendingu hlutabréfa í Kviku banka. Beinar heildargreiðslur til hluthafa, þar sem reiðufé og annað er lagt saman, námu því um 17,4 milljörðum króna á árinu 2018.

Í árslok 2018 var heildarmarkaðsvirði skráðra félaga 960 milljarðar króna, og námu því kaup á eigin bréfum 1,5% af markaðsvirði félaganna í árslok. Arðgreiðslur námu hinsvegar 1,6% af markaðsvirðinu, og 1,8% ef greiðsla VÍS til hluthafa með hlutabréfum í Kviku er talin með.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK