Aukin óvissa fram undan á vinnumarkaði

Fá merki eru sjáanleg um að vinnumarkaðurinn sé að gefa …
Fá merki eru sjáanleg um að vinnumarkaðurinn sé að gefa eftir, en spurningin er hvort vinnumarkaðstölur næstu mánaða muni endurspegla dræmar væntingar og fregnir sem hafi verið með neikvæðara móti, að sögn hagfræðideildar Landsbankans. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þrátt fyrir fréttir um uppsagnir í lok síðasta árs sýna tölur margra síðustu mánaða fá merki um að sterkur vinnumarkaður sé að gefa eftir,“ segir í nýrri Hagsjá frá hagfræðideild Landsbankans, þar sem farið er yfir ýmsar nýlegar opinberar tölur um vinnumarkaðinn.

Hagfræðideildin tekur þó fram að þessi niðurstaða byggi einungis á tölum fram til nóvembermánaðar og að athyglisvert verði að fylgjast með tölum næstu mánaða um þróun og stöðu á vinnumarkaði þar sem umræða og fregnir af vinnumarkaðnum hafi verið með neikvæðara móti að undanförnu, en á síðasta ári var til dæmis alls um 860 manns sagt upp störfum í 15 hópuppsögnum.

Í Hagsjánni er vísað til nýlegrar könnunar Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Þar kom fram að sá skortur á starfsfólki sem hefur verið á vinnumarkaði síðustu misseri fer minnkandi og er nú svipaður og árið 2014, en um 15% stjórnenda töldu að fyrirtækin byggju við starfsmannaskort, en þessi tala var um 30% í könnun árið 2017. Út frá könnuninni áætla Samtök atvinnulífsins að störfum gæti fækkað um um það bil 1.400, eins og greint hefur verið frá.

„Væntingar virðast frekar á leið niður á við og viðhorf stjórnenda fyrirtækja til fjölda starfsmanna virðast á sömu leið,“ segir í Hagsjánni og jafnframt að spurningin sé, hvort fréttir og væntingar muni endurspeglast í vinnumarkaðstölum næstu mánaða.

Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK