Markaðstorg fyrir hvers kyns viðvik

Eyþór Máni Steinarsson ásamt Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur, rekstrarstjóra.
Eyþór Máni Steinarsson ásamt Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur, rekstrarstjóra. Haraldur Jónasson/Hari

Eyþór Máni Steinarsson segir forritið Greiða gegna ekki ósvipuðu hlutverki og töflurnar sem finna má í flestum hverfisverslunum þar sem fólk auglýsir alls kyns þjónustu.

„Greiði er markaðstorg fyrir minniháttar verk, allt frá garðslætti og gönguferðum með heimilishundinn yfir í þrif og viðgerðir. Hver sem er getur boðið fram krafta sína og hver sem er leitað að þeirri þjónustu sem hann vantar.“

Eyþór er framkæmdastjóri Greiða en um er að ræða nýstofnað sprotafyrirtæki sem varð á dögunum í öðru sæti í keppninni um Gulleggið. Greiða-forritið er enn á byrjunarstigi en þegar búið er að fullþróa hugbúnaðinn segir Eyþór að notendur muni geta leitað að verktökum í ótal þjónustuflokkum og ýmist beðið um tilboð eða valið þann sem þeim hentar best til að taka að sér verkefni samkvæmt föstum taxta.

„Það má finna sambærileg forrit og vefsíður erlendis, allt frá gömlum en einföldum smáauglýsingasíðum á borð við Craigslist yfir í flóknari snjallsímaforrit eins og TaskRabbit sem m.a. varð þekkt fyrir að tengja saman kaupendur IKEA-húsgagna og handlagna einstaklinga sem treysta sér til að setja húsgögnin saman gegn vægu gjaldi. Eiga erlendu forritin það þó sameiginlegt að vera takmörkuð við eitt eða mjög fá markaðssvæði.“+

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir