Beint: Fundað um orkumarkaði í mótun

Magnús Árni Skúlason hagfræðingur.
Magnús Árni Skúlason hagfræðingur. mbl.is/Ómar

Landsvirkjun stendur fyrir opnum fundi á Hilton Nordica en hann hefst klukkan 8:30. Yfirskrift fundarins er orkumarkaðir í mótun: verðmætasköpun og þjóðarhagur. Hægt verður að fylgjast með streymi af fundinum hér.

Á vefsíðu Landsvirkjunnar segir að leitast verði við því að svara því hvernig fáist sem mest verðmæti úr orkuauðlindum Íslands. Hvar íslenskur raforkumarkaður standi í alþjóðlegum samanburði og hvernig viðskiptum með raforku til stórnotenda er háttað og hver tækifærin til framtíðar eru.

Á fundinum munu Magnús Árni Skúlason og Gunnar Haraldsson, hagfræðingar hjá Reykjavík Economics og Intellecon, kynna nýja skýrslu sem ber heitið „Orkuauðlindir Íslendinga og hagsæld til framtíðar“. Skýrslan verður aðgengileg eftir fundinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK