Vilborg Helga tekur við Já

Vilborg Helga Harðardóttir tekur við sem forstjóri Já í febrúar.
Vilborg Helga Harðardóttir tekur við sem forstjóri Já í febrúar. Ljósmynd/Aðsend

Vilborg Helga Harðardóttir hefur verið ráðin forstjóri Já hf. Vilborg Helga mun taka við stöðu forstjóra félagsins af Sigríði Margréti Oddsdóttur sem hefur óskað eftir að láta af störfum. Breytingarnar taka gildi 1. febrúar en þá mun Sigríður jafnframt taka sæti í stjórn Já. 

Já hf. er rekstrar- og móðurfélag fjölmargra vörumerkja og fyrirtækja á sviði upplýsingatækni á Íslandi og var stofnað árið 2005. Vörumerkin sem heyra undir samstæðuna eru: Já.is, Gallup á Íslandi, Leggja og Markaðsgreining. Hjá félaginu er um 115 starfsmenn í 75 stöðugildum. 

Vilborg Helga hefur þrettán ára reynslu af störfum fyrir félög innan samstæðu Já og hefur starfað sem rekstrarstjóri Já frá því í júní 2017. Hún er MBA frá Háskólanum í Reykjavík og BA í sálfræði frá Háskóla Íslands auk þess sem hún hefur reynslu af störfum á fjármálamarkaði.     

Í tilkynningu frá félaginu er haft eftir Sigríði Margréti, fráfarandi forstjóra, að hún muni áfram eiga hlut sinn í félaginu og vinna í stjórn félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK