Bilun í búnaði RB

Bilun kom upp í búnaði hjá RB í nótt sem gerir það að verkum að hreyfingar sjást ekki í netbanka Landsbankans og Íslandsbanka. Staða reikninga í grunnkerfum RB er engu að síður rétt og öll greiðsluvirkni er í lagi.

Unnið er að leiðréttingu en gert ráð fyrir að það geti tekið út daginn að koma stöðu hjá báðum bönkum í rétt horf, segir í tilkynningu frá RB.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir