Kaupir meirihlutann í Bako Ísbergi

Bjarni Ákason.
Bjarni Ákason. Ljósmynd/Aðsend

Bjarni Ákason athafnamaður hefur keypt meirihlutann í félaginu Bako Ísbergi. Fyrirtækið er þjónustufyrirtæki fyrir veitingageirann og býður upp á heildarlausnir fyrir stóreldhús fyrirtækja, stofnana og veitingastaða.

Velta fyrirtækisins var rúmar 800 milljónir á síðasta ári og starfsmenn þess eru 14.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Haft er eftir Bjarna, sem er fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Eplis, að þetta sé spennandi og áhugavert tækifæri.

Bjarni keypti meirihlutann í Bakó Ísbergi af Guðmundi Kr. Jónssyni matreiðslumanni og Þresti Líndal rafiðnaðarfræðingi. Þeir munu starfa áfram hjá fyrirtækinu. Sá fyrrnefndi verður sölustjóri og síðarnefndi þjónustustjóri. Bjarni tekur við sem framkvæmdastjóri.

Fyrirtækið býður upp á heildarlausnir fyrir stóreldhús allt frá minnstu áhöldum yfir í stærstu tæki og vélar fyrir bakara og matreiðslumenn, vinnufatnað, innréttingar, borðbúnað o.fl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK