Hefur kynnt hugmyndir sínar fyrir hluthöfum

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Ásgeir Jóhannesson, stofnandi Bónuss, hefur á síðustu dögum átt fundi með stórum hluthöfum í Högum og kynnt hugmyndir sínar um framtíð smásölurisans. Hann hefur boðið sig fram til stjórnar félagsins en í dag verður kosin stjórn í kjölfar þess að Samherji, sem er kominn í hóp stærstu hluthafa félagsins, kallaði eftir hluthafafundi.

Jón Ásgeir er ekki í hópi þeirra fimm einstaklinga sem tilnefningarnefnd Haga leggur til að verði kosnir í stjórnina að þessu sinni. Þrátt fyrir niðurstöðu nefndarinnar stendur hann við framboð sitt en ásamt honum bjóða sjö manns sig fram til stjórnarsetunnar.

Viðmælendur Morgunblaðsins, sem þekkja vel til félagsins, töldu yfirgnæfandi líkur á að tillaga tilnefningarnefndar yrði samþykkt óbreytt. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK