Jón Ásgeir ekki í stjórn Haga

Kaupsýslumaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson.
Kaupsýslumaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fimm manna stjórn Haga hf. var kjörin á hluthafafundi félagsins sem fram fór á Hilton Reykjavik Nordica í morgun. Jón Ásgeir Jóhannesson kaupsýslumaður var á meðal þeirra sem buðu sig fram til stjórnarsetu en hann náði hins vegar ekki kjöri. 

Fulltrúar í nýrri stjórn Haga eru þau Davíð Harðarson, Eiríkur S. Jóhannsson, Erna Gísladóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Stefán Árni Auðólfsson. Stjórnarfundur var haldinn eftir að hluthafafundinum lauk þar sem ný stjórn skipti með sér verkum. Erna Gísladóttir var kjörin formaður stjórnar og Davíð Harðarson varaformaður stjórnar.

Jón Ásgeir stofnaði Bónus matvælaverslunina ásamt föður sínum Jóhannesi Jónssyni árið 1989, en verslunin var grunnurinn að verslunarveldi Haga og fjárfestingafélagsins Baugs sem var í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans. Eftir fall bankanna haustið 2008 missti fjölskyldan verslunarveldið og voru Hagar síðar skráðir á markað.

Jón Ásgeir fundaði með stórum hluthöfum í Högum fyrir hluthafafundinn og kynnti fyrir þeim hugmyndir sínar varðandi rekstur félagsins. Tilnefningarnefnd lagði hins vegar ekki til að hann yrði kjörinn.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK