Tónlist.is leggur upp laupana

Húsnæði Sýnar við Suðurlandsbraut.
Húsnæði Sýnar við Suðurlandsbraut. Ljósmynd/Aðsend

Stafræna tónlistarþjónustan Tónlist.is leggur upp laupana 1. febrúar næstkomandi. Þetta staðfestir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Sýnar.

Tónlist.is fylgdi með í kaupunum þegar Fjarskipti hf. festi kaup á 365 miðlum á síðasta ári. 

„Rekstrargrundvöllurinn fyrir þessu var farinn. Það voru sárafáir áskrifendur eftir,“ segir Guðfinnur og bendir þeim sem eru með áskrift að tónlistarþjónustunni að nýta inneignir sínar fyrir 1. febrúar.

Ætla má að tónlistarveitan Spotify hafi átt stóran þátt í brotthvarfi Tónlistar.is af markaðnum.

Fram kemur á vefsíðu Tónlistar.is að þar megi nálgast stærsta safn íslenskrar tónlistar sem völ er á hér á landi, ásamt erlendri tónlist. Þar kemur einnig fram að tónlistarþjónustan hafi lagt mikið kapp á að selja og kynna íslenska tónlist erlendis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK