Vel mætt á fund um hvítbók

Bjarni Benediktsson, Lárus Blöndal og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir í Valhöll ...
Bjarni Benediktsson, Lárus Blöndal og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir í Valhöll en Lárus og Kristrún Tinna voru bæði í starfshópnum. Sirrý Hallgrímsdóttir var fundarstjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið var til umfjöllunar á opnum fundi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í morgun. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Lárus Blöndal, formaður starfshóps um hvítbók, ræddu við fundargesti.

Meðal þess sem kemur fram í hvítbókinni, sem kynnt var í desember, er hvatning til stjórnvalda að huga að því að losa um eignarhluti í fjármálafyrirtækjum með heildstæðum hætti. Bjarni lét hafa eftir sér á dögunum að ríkið verði að draga sig úr umfangsmiklu eignarhaldi á bönkunum, selja Íslandsbanka og halda eftir 35-40% hlut í Lands­bank­an­um.

Það var margt um manninn í Valhöll.
Það var margt um manninn í Valhöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lárus sagði í samtali við mbl.is þegar skýrslan var kynnt að nefndin sem vann hvítbókina hafi fyrst og fremst lagt áherslu á að vegferðin um sölu í hlut á bankanum hefjist. Ekki sé lagt mat á hversu langt skuli ganga eða hratt.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einnig tók Lárus fram að regluverkið væri allt annað nú en það var rétt fyrir hrun og einnig allt annað en þegar bankarnir voru einkavæddir í upphafi aldarinnar.

Bjarni hefur óskað eftir því að efnt verði til umræðu á Alþingi um efni skýrslunnar í upphafi vorþings.

Eyþór Arnalds, Kristján Loftsson og Vilhjálmur Árnason fylgjast með.
Eyþór Arnalds, Kristján Loftsson og Vilhjálmur Árnason fylgjast með. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir