Mike Ashley með tilboð í HMV

AFP

Stofnandi Sports Direct, Mike Ashley, hefur gert kauptilboð í tónlistarverslunarkeðjuna HMV en HMV fór í þrot í síðasta mánuði. Er það í annað skiptið á sex árum en alls starfa 2.200 manns í 125 verslunum HMV.

Fréttamenn BBC náðu hvorki í Ashley né skiptastjóra HMV, KPMG, til þess að fá þessa frétt staðfesta. Ashley á rúmlega 60% hlut í Sports Direct og í gegnum íþróttavörufyrirtækið hefur hann keypt vöruhúsið House of Fraser og Evans Cycles. Sports Direct á einnig hlut í French Connection og Debenhams.

Eigandi HMV, Hilco, eignaðist það í kjölfar fyrra þrots árið 2013. Stjórnarformaður HMV og Hilco, Paul McGowan, segir að HMV hafi selt 31% af allri tónlist í Bretlandi í fyrra og 23% af öllum mynddiskum sem seldust í landinu. Markaðshlutdeildin hafi farið vaxandi en á sama tíma minnki markaðurinn fyrir sölu á tónlist og myndum. 

Frétt BBC

Mike Ashley og Lee Charnley.
Mike Ashley og Lee Charnley.
mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir