Mike Ashley með tilboð í HMV

AFP

Stofnandi Sports Direct, Mike Ashley, hefur gert kauptilboð í tónlistarverslunarkeðjuna HMV en HMV fór í þrot í síðasta mánuði. Er það í annað skiptið á sex árum en alls starfa 2.200 manns í 125 verslunum HMV.

Fréttamenn BBC náðu hvorki í Ashley né skiptastjóra HMV, KPMG, til þess að fá þessa frétt staðfesta. Ashley á rúmlega 60% hlut í Sports Direct og í gegnum íþróttavörufyrirtækið hefur hann keypt vöruhúsið House of Fraser og Evans Cycles. Sports Direct á einnig hlut í French Connection og Debenhams.

Eigandi HMV, Hilco, eignaðist það í kjölfar fyrra þrots árið 2013. Stjórnarformaður HMV og Hilco, Paul McGowan, segir að HMV hafi selt 31% af allri tónlist í Bretlandi í fyrra og 23% af öllum mynddiskum sem seldust í landinu. Markaðshlutdeildin hafi farið vaxandi en á sama tíma minnki markaðurinn fyrir sölu á tónlist og myndum. 

Frétt BBC

Mike Ashley og Lee Charnley.
Mike Ashley og Lee Charnley.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK