Gert að greiða 78 milljarða króna

Merki Mastercard.
Merki Mastercard.

Evrópusambandið hefur sektað kreditkortafyrirtækið Mastercard fyrir brot á samkeppnislögum. Sektin nemur 570 milljónum evra, sem svarar til rúmlega 78 milljarða króna. 

Taldi samkeppniseftirlit ESB að Mastercard hafi hindrað eðlilega samkeppni milli banka varðandi þjónustugjöld. Mastercard er annar stærsti útgefandi greiðslukorta í Evrópu en rannsóknin hófst árið 2013 og hefur fyrirtækið veitt aðstoð við rannsóknina. 

Þegar viðskiptavinur greiðir með kreditkorti, til að mynda í verslun, þá greiðir viðskiptabanki verslunarinnar þjónustugjöld til banka viðskiptavinarins. Banki verslunarinnar leggur síðan þjónustugjöldin á verslunina sem þýðir að kostnaðurinn leggst að lokum á viðskiptavininn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK