Kvika fær auknar heimildir í Bretlandi

Kviku banka hefur verið veitt starfsleyfi sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða ...
Kviku banka hefur verið veitt starfsleyfi sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða í Bretlandi. mbl.is/Golli

Kvika Securities Ltd., dótturfélag Kviku banka hf., hefur verið veitt starfsleyfi sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða af breska fjármálaeftirlitinu, að því er segir í fréttatilkynningu frá Kviku banka.

Þá segir að með leyfinu sé Kviku gert kleift að veita innlendum og erlendum viðskiptavinum sínum víðtækari fjármálaþjónustu en áður á sviði sjóðastýringar sérhæfðra sjóða ásamt almennri fjármálaráðgjöf í Bretlandi.

„Við erum því mjög ánægð að fá auknar starfsheimildir sem bætir stöðu okkar til að halda áfram að bjóða viðskiptavinum Kviku upp á áhugaverða fjárfestingakosti í Bretlandi á komandi misserum,“ segir Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kviku í Bretlandi.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir