Flest ný fyrirtæki í byggingarstarfsemi

Árið 2017 hófu 627 fyrirtækið starfsemi við bygginga- og mannvirkjagerð.
Árið 2017 hófu 627 fyrirtækið starfsemi við bygginga- og mannvirkjagerð. mbl.is/Árni Sæberg

3.570 fyrirtæki hófu starfsemi í viðskiptahagkerfinu árið 2017 að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar. Fjöldi starfsmanna hjá fyrirtækjum sem hófu starfsemi þetta ár var ríflega 4.000 og námu rekstrartekjur fyrirtækjanna tæpum 45,6 milljörðum fyrsta starfsárið.

Þeim fyrirtækjum sem hófu starfsemi fækkaði þó um 15% frá árinu áður, sem var metár en þá hófu 4.205 fyrirtæki starfsemi. Rekstrartekjur lækkuðu eins um 15% milli ára og fjöldi starfsmanna var 25% minni.

Árið 2017 hófu flest ný fyrirtæki rekstur í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, alls 627 fyrirtæki sem voru með 716 starfsmenn og samanlagðar rekstrartekjur upp á 9,35 milljarða. Mestar rekstrartekjur þetta ár voru þó hjá fyrirtækjum sem hófu rekstur í heild- og smásöluverslun, eða 16,21 milljarður hjá 394 fyrirtækjum með 720 starfsmenn.

Flestir voru starfsmennirnir hins vegar hjá fyrirtækjum sem hófu starfsemi í ferðaþjónustugreinum, alls 740 starfsmenn hjá 524 fyrirtækjum sem voru með ríflega 4 milljarða í rekstrartekjur. Segir Hagstofan að þrátt fyrir þetta hafi samdráttur milli ára verið í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar, en árið 2016 hófu þar 626 fyrirtæki starfsemi sem voru með með ríflega 1.300 starfsmenn og 8,66 milljarða í rekstrartekjur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK