Dregur úr verðbólgu

Útsölur hafa áhrif á verðbólguna í janúar.
Útsölur hafa áhrif á verðbólguna í janúar. mbl.is/Hari

Verðbólgan í janúar mælist 3,4% en í desember var hún 3,7%. Þrátt fyrir að heldur dragi úr verðbólgu er hún enn yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands sem er 2,5%.

Vísitala neysluverðs lækkar um 0,41% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkar um 0,73% frá desember 2018.

Vetrarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 11,1% (áhrif á vísitöluna -0,40%). Verð á nýjum bílum lækkaði um 1,8% (-0,15%). Veggjöld hækkuðu vegna nýrrar gjaldtöku í veggöngum (0,02%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,4% en vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 2,6%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK