Sextán sagt upp hjá Icelandair

Icelandair hefur sagt upp 16 manns á skrifstofu félagsins í ...
Icelandair hefur sagt upp 16 manns á skrifstofu félagsins í Reykjavík. mbl.is/Eggert

Samtals sextán starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Icelandair, en þeir unnu allir á skrifstofu félagsins í Reykjavík. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Greint var fyrst frá uppsögnunum á vef Vísis, en þar var haft eftir Elísabetu Helgadóttur, framkvæmdastjóra mannauðssviðs Icelandair, að uppsagnirnar væru hluti af umfangsmiklum úrbótum á skipulagi, ferlum, þróun stafrænna lausna og þjónustuframboði hjá fyrirtækinu.

Á skrifstofu félagsins starfa um 500 manns.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir