Meta Lónið á 50 milljarða

Þröngt á þingi í Bláa lóninu.
Þröngt á þingi í Bláa lóninu. mbl.is/Golli

Kauptilboð sem Kólfur hf. hefur gert í ríflega 19% hlut félagsins Hvatningar í Bláa lóninu, gengur út frá því að heildarvirði fyrirtækisins nemi 50 milljörðum króna. Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans sem greinir frá því að stærstu eigendur fyrrnefnds hlutar hafi ekki enn tekið endanlega afstöðu til þess hvort þeir gangi inn í kauptilboð Kólfs.

Frestur sem eigendurnir hafa, en í þeim hópi eru nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins, rennur út nú í lok dags. Fyrrnefndan eignarhlut eiga þessir aðilar í gegnum fjárfestingarsjóðinn Horn II sem aftur er eigandi að 49,5% hlut í félaginu Hvatningu sem á ríflega 39% hlut í Bláa lóninu.

Samkvæmt ársreikningi Horns II fyrir árið 2017 var Bláa lónið metið á ríflega 40 milljarða króna. Á rúmu ári hefur félagið því vaxið að verðgildi um nærri 10 milljarða króna. Sé miðað við fyrrnefnt verðmat, sem liggur til grundvallar kauptilboði Kólfs í hlutinn í Hvatningu, sést að Bláa lónið er orðið nærri jafn verðmætt og stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, Icelandair Group. Við lokun markaða í gær nam markaðsvirði þess 54 milljörðum króna.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir