Sekta Base Capital um 250.000 kr.

Bílastæðin við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Bílastæðin við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Neytendastofa hefur lagt 250.000 kr. stjórnvaldssekt á Base Capital ehf. vegna Base Parking, fyrir að brjóta gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar, en þá bannaði stofnunin Base Parking m.a. að birta fullyrðingar um ódýrustu bílastæðin. 

Greint er frá þessu á vef Neytendastofu. 

Þar segir, að í kjölfar ákvörðunarinnar hafi stofnuninni borist kvörtun frá Isavia ohf. um villandi viðskiptahætti Base Parking og að brotið væri gegn ákvörðuninni með auglýsingum Base Parking um ódýrasta daggjaldið og 58% ódýrara daggjald.

Taldi Neytendastofa þörf á að leggja stjórnvaldssekt á Base Capital ehf. þar sem sýnt var fram á að félagið braut gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar.

Þá komst stofnunin einnig að þeirri niðurstöðu að fullyrðing fyrirtækisins um fría „valet“-þjónustu í verðskrá á vefsíðunni baseparking.is, væri villandi og bryti gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu og reglugerð um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK