Sex sagt upp hjá Fjarðaáli

Sex manns var sagt upp hjá Alcoa Fjarðaáli fyrir mánaðamót.
Sex manns var sagt upp hjá Alcoa Fjarðaáli fyrir mánaðamót. mbl.is/Sigurður Bogi

Sex starfsmönnum í ýmsum störfum var sagt upp hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði á fimmtudag. Dagmar Ýr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi Fjarðaáls staðfestir þetta í samtali við mbl.is, en héraðsfréttamiðillinn Austurfrétt greindi fyrst frá.

Dagmar Ýr segir í samtali við mbl.is að rekstrarumhverfið í áliðnaði sé erfitt um þessar mundir, hráefnisverð hafi verið að hækka, álverðið að lækka og innlendur kostnaður hafi aukist. Uppsagnirnar séu einungis ein af þeim aðgerðum sem Fjarðaál þurfi að ráðast í af þeim sökum.

Uppsagnirnar eru þó ekki margar miðað við þann fjölda fólks sem starfar hjá Alcoa Fjarðaáli, en þar eru starfsmenn á milli 550 og 600. Ekki er fyrirséð um neinar frekari uppsagnir hjá fyrirtækinu á næstunni, segir Dagmar.

Í lok nóvembermánaðar var 20 starfsmönnum sagt upp í álveri Norðuráls á Grundartanga og þar voru svipaðar ástæður gefnar fyrir uppsögnunum, hækkandi innlendur kostnaður og hráefnaverð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK