Heimavellir hækka um 4,6%

Höfuðstöðvar Heimavalla í Lágmúla í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Heimavalla í Lágmúla í Reykjavík. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hlutabréf í Heimavöllum hækkuðu mest í Kauphöllinni í dag, eða um 4,6% í tæplega 155 milljóna króna viðskiptum.

Félagið hækkaði einnig um 4% síðasta föstudag, en eftir lokun markaða fyrir helgi barst tilkynning til Kauphallar um að þrír hluthafar, sem alls eiga 18,93%, vildu afskrá félagið af markaði, þar sem viðskipti með hluta­bréf­ félagsins hefðu „ekki skilað vænt­um ávinn­ingi fyr­ir hlut­hafa og fé­lagið“ síðan viðskipti með bréfin hófust í maí á síðasta ári.

Hlutabréfaverð HB Granda hækkuðu næstmest í dag, eða um 2,1% í rúmlega 21 milljónar króna viðskiptum.

Hlutabréf í Icelandair lækkuðu hins vegar mest í verði, eða um rúm 2% í tæplega 63 milljóna króna viðskiptum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK