Meðaltalsfermetraverð lækkar

Frá Reykjavík. Fermetraverð í bæði fjölbýli og sérbýli á höfuðborgarsvæðinu …
Frá Reykjavík. Fermetraverð í bæði fjölbýli og sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað talsvert síðan í desember samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. mbl.is/Hjörtur

Meðalverð á keyptum fermetra í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um rúmlega 6,6% frá því í nóvember samkvæmt tölum sem birtar eru í verðsjá Þjóðskrár Íslands. Hvað fjölbýli varðar er lækkunin nokkuð minni en engu að síður umtalsverð eða um 3,8%. Um er að ræða meðaltalslækkun og því getur stærð íbúða sem seljast hverju sinni eða staðsetning haft áhrif á meðaltalið.

Ekki er hægt að sjá út frá tölunum að um skýra skiptingu sé að ræða á milli til dæmis úthverfa og hverfa sem eru meira miðsvæðis eða sveitarfélaga vegna þess hversu fáar eignir er um að ræða þegar aðeins eru skoðaðir einstakir hlutar höfuðborgarsvæðisins.

Samkvæmt vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem var síðast birt um miðjan síðasta mánuð hjá Þjóðskrá hefur vísitala íbúðaverðs hins vegar hækkað og fór upp um 0,1% í desember. Er þá notast við vegið meðaltal sem tekur mið af stærð og staðsetningu íbúða.

Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri frétt vantaði upplýsingar um að um meðaltalsverðhækkun væri að ræða en ekki vegið meðaltal líkt og Þjóðskrá gefur út á mánaðarfresti.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK