Hagvöxtur aðeins 1,8% á þessu ári

Minni hagvöxtur verður á þessu ári samkvæmt spá Seðlabankans miðað …
Minni hagvöxtur verður á þessu ári samkvæmt spá Seðlabankans miðað við fyrri spá vegna umskipta í ferðaþjónustunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hagvöxtur verður aðeins 1,8% á þessu ári gangi nýjasta spá Seðlabanka Íslands eftir sem er talsverð breyting frá spá bankans í nóvember þegar hann gerði ráð fyrir 2,7%. Hagvöxtur á síðasta ári var 2,4% á fjórða ársfjórðungi og 4,3% á árinu öllu.

Varðandi lægri hagvaxtarspá segir í nýjum Peningamálum Seðlabankans: „Þar vega snörp umskipti í ferðaþjónustu þyngst en vöxtur þjóðarútgjalda hefur einnig verið endurskoðaður lítillega niður á við. Gangi þetta eftir yrði þetta minnsti hagvöxtur frá árinu 2012.“ Frá þeim tíma hafi hagvöxtur verið að meðaltali nærri 4,5% á ári. Spáð sé 2,75% hagvexti á ári á næstu tveimur árum sem sé svipað og gert hafi verið ráð fyrir í nóvember.

Bent er á að samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands hafi 2,6% hagvöxtur verið á þriðja fjórðungi síðasta árs en á fyrri hluta ársins hafi hann hins vegar verið 6,3%. Hagvöxtur hafi því verið 5% á fyrstu þremur fjórðungum ársins þar sem þjóðarútgjöld hafi aukist um 4,3% og framlag utanríkisviðskipta numið 0,9 prósentum.

„Neysla og fjárfesting í heild þróuðust í takt við spána en þar vógust á kröftugri vöxtur neysluútgjalda á móti veikari íbúðafjárfestingu. Framlag utanríkisviðskipta var einnig í samræmi við spána en aukning birgða reyndist meiri en var áætlað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK