Atvinnuleysi 2,4% á fjórða ársfjórðungi

Samanborið við fjórða ársfjórðung 2017 fjölgaði starfandi fólki um 4.500 …
Samanborið við fjórða ársfjórðung 2017 fjölgaði starfandi fólki um 4.500 á síðustu þremur mánuðum ársins 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á fjórða ársfjórðungi 2018 voru að jafnaði 203.700 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði. Af þeim voru 198.900 starfandi en 4.900 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka var 80,5%, hlutfall starfandi 78,6% en atvinnuleysi 2,4%.

Atvinnulausar konur voru 2.100 og var atvinnuleysi á meðal kvenna 2,3%. Atvinnulausir karlar voru 2.700 eða 2,4%. Atvinnuleysi var 2,4% á höfuðborgarsvæðinu og sömu sögu er að segja utan þess.

Samanborið við fjórða ársfjórðung 2017 fjölgaði starfandi fólki um 4.500 en hlutfall starfandi af mannfjölda lækkaði þó um hálft prósentustig. Fjöldi atvinnulausra minnkaði lítillega á milli ára eða rétt um 300 manns og hlutfall þeirra af vinnuafli lækkaði um 0,2 prósentustig, segir í frétt Hagstofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK