Gera starfsmannaleit veitingahúsa ódýrari

Kostnaður veitingahúsa við starfsmannaleit getur hlaupið á hundruðum þúsunda á …
Kostnaður veitingahúsa við starfsmannaleit getur hlaupið á hundruðum þúsunda á ári að sögn Egils. mbl.is/Golli

„Þetta er atvinnuleitarmiðill sérstaklega ætlaður kokkum, þjónum, barþjónum og öðrum í þjónustustörfum innan veitingageirans. Markmiðið er fyrst og fremst að gera starfsmannaleit fljótlegri og miklu ódýrari. Hjá okkur er auglýsingakostnaður brot af því sem tíðkast á öðrum miðlum,“ segir Egill Halldórsson, einn aðstandenda Matvinna.is.

Með Agli standa að vefnum Daníel Andri Pétursson, en þeir kollegar hafa um árabil rekið ferðaþjónustuna Wake Up Reykjavík sem býður m.a. upp á vinsæla matartúra um Reykjavík og þannig verið viðloðandi veitingageirann, og forritararnir Theódór Ágúst Magnússon og Dagur Leó Bergsson.

Aðstandendur Matvinna.is, þeir Theódór Ágúst Magnússon, Egill Halldórsson og Daníel …
Aðstandendur Matvinna.is, þeir Theódór Ágúst Magnússon, Egill Halldórsson og Daníel Andri Pétursson. Á myndina vantar Dag Leó Bergsson. Ljósmynd/Aðsend

„Starfsmannaveltan í veitingageiranum er töluvert yfir meðallagi á vinnumarkaði. Kostnaður veitingahúsa vegna starfsmannaleitar safnast rosalega hratt saman og skiptir oft hundruðum þúsunda á ári sem er hörkubiti fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki,“ segir Egill.

„Með Matvinnu viljum við þess vegna fyrst og fremst lækka auglýsingakostnað verulega fyrir veitingahús en líka skapa vettvang sem tengir saman fyrirtæki í veitingaiðnaði við fagfólk, nema og aðra sem hafa áhuga á að vinna í bransanum,“ segir Egill en hver auglýsing á vefnum kostar 4.490 með vsk. „Það er veruleg lækkun á því sem áður þekkist.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK