Hlutabréf Marel hækka eftir uppgjör

Bréf Marel hafa hækkað um 5,5% í viðskiptum í dag.
Bréf Marel hafa hækkað um 5,5% í viðskiptum í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hlutabréfaverð í Marel hefur hækkað um tæplega 5,5% í viðskiptum í Kauphöllinni í dag í rúmlega 1,3 milljarða viðskiptum, en eftir lokun markaða í gær birti félagið uppgjör sitt fyrir síðasta ár. Stendur gengi bréfa félagsins í 425 krónum á hlut.

Greinilegt er að markaðurinn hefur tekið vel í uppgjörið, en hagnaður félagsins á síðasta ári var 122,5 milljónir evra eða um 16,8 milljarðar króna og hækkaði um 26,4% milli ára. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi hækkaði úr 33,8 milljónum evra árið 2017 í 38 milljónir evra 2018. Þá voru tekjur félagsins 15% meiri milli ára.

Samhliða uppgjörinu var einnig greint frá því að stefnt væri að því að greina frá því í næsta mánuði hvort tvíhliða skráning Marel yrði í Kaupmannahöfn eða Amsterdam. Áformað er að klára skráninguna á næstu 9 mánuðum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK